Opið alla daga til jóla í verslun okkar á 2.hæð í Holtagörðum
Anyday er nýtt danskt gæðamerki þar sem smáatriði, góð efni og litagleði ræður ríkjum.
Fallega dökk koxgráar blúndubuxur með mjúku viscose fóðri sem eru í stíl við Sif skyrtuna.
Buxurnar eru mjög frjálslegar og þægilegar, lausar víðar skálmar, vasar á hliðunum og teygja í mittinu. Sniðið heitir 'Tuesday' hjá Anyday merkinu.
Efnið er 100% polyester sem gefur lítið eftir.
Skálmasíddin mælist um 82 cm.
Buxurnar eru flottar saman við skyrtuna en má líka nota einar og sér eins og við samfellu eða blússu.