Stutt um okkur ...
Við hjá Curvy viljum bjóða upp á flott föt, gæða merki jafnt sem trendvöru og í stærðum sem passa á flesta. Stærðirnar sem við erum vanalega með eru (14 - 28) stundum fáum við stærð 12 og stundum fáum við upp í stærð 32. Einnig erum við með belti og skart á frábæru verð.
Curvy byrjaði sem vefverslun vorið 2011 og fórum við vel af stað. Við opnuðum svo verslun í Nóatúni 17 haustið 2012 og jókst áhuginn þá enn meira og í apríl 2014 opnuðum við 150 fm stóra verslun sem er staðsett í Fákafeni 9. Enn fundum við þörfina fyrir að stækka og auka vöruúrvalið og þan 1 febrúar 2019 fluttum við okkur yfir í Hreyfilshúsið.
Okkar mottó er þó að bjóða uppá úrvals þjónustu, ráðleggja þegar kemur að klæða sig upp og hjálpa þér að finna þinn stíl. Við erum fyrst og fremmst hreinskilnar og dæmum aldrei! Öllum er velkomið að koma og máta/skoða á opnunartímum.
Auðvelt er að versla á Curvy.is. Við viljum veita viðskiptavinum á landsbyggðinni jafn góða þjónustu og þeim sem eiga heimagengt í verslun okkar á efri hæðinni í Holtagörðum.