Frí póstsending þegar verslað er yfir 15.000 kr
Létt og sparilegt pils frá danska merkinu Kaffe Curve.
Pilsið er svart í grunninn og er með blómamynstri í fölbleiku og rústrauðu.
Klæðilegt A-snið og faldir vasar í hliðunum!
Pilsið er úr Viscose efni sem gefur lítið eftir en er með góðri teygju í mittinu.
Efnið er úr góðri náttúrulegri blöndu úr 50% Viscose og 50% ECOVERO™ Viscose.
Síddin mælist um 78 cm að framan og 85 cm að aftan.
ATH! viscose er náttúrulegt efni og getur minnkað aðeins í þvotti. Við mælum með því að þvo á handþvottaprógrammi og teygja vel á flíkinni og slétta úr á meðan hún er blaut og hengja upp til þerris.