Frí póstsending þegar verslað er yfir 15.000 kr

Leit

Aspen Softshell Jakki

Z7780-5456

Svartur

Síðari týpan af vinsæla softshell jakkanum frá danska merkinu ZIZZI.

Soft shell jakkar eru fullkomnir fyrir íslenskar aðstæður þar sem þeir eru bæði regn og vindheldir, anda vel og mynda ótrúlega einangrun svo hann er líka hlýr. 

Jakkinn er tekinn saman í mittið og er því mjög klæðilegur - Hetta er á jakkanum en það er hægt að taka hana af.

Vertu í föðurlandinu undir eða flíspeysu og þú ert tilbúin í hvað sem er.

Ef þú stundar einhvers konar útivist hvort sem er í snjó á veturna eða rigningu á sumrin þá er þetta jakkinn!

Efnið er saman sett af 95% Polyester og 5% spandex.

Síddin mælist sirka 104 cm að aftan.