ATH! vegna fjölda pantana getur orðið seinkun á afhendingu
Vandaðar regn- og vindbuxur frá danska merkinu North 56.
North 56 er herrafatamerki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum og vönduðum fatnaði fyrir svokallaða "big & Tall" herra.
Þessar buxur eru léttar og liprar, vatns- og vindheldar ásamt því að anda vel og hleypa svita út.
Teygja í mittinu og reim til að þrengja í mittið ásamt vösum á hliðinni og að aftan.
Skálmarnar á buxunum eru aðeins lausar en eru með reimum neðst á skálmunum
Vatnsheldar upp að 8.000 mm.
Þessar eru ómissandi fyrir ferðalagið og útileguna á Íslandi í sumar.
Regnjakki í stíl við buxurnar fæst einnig í Stout.
Skálmalengdin mælist um 86 cm í regular síddinni en þessar buxur koma líka í "Tall" lengd og þá munar lengdin um 5 cm.
Efnið er 100% polyester.