Frí póstsending þegar verslað er yfir 15.000 kr

Leit

Útsala

Snow Úlpa

Virkilega góð og vönduð úlpa sem er líka hönnuð eins og skíðajakki.

Hér eru gæðin alveg á pari við úlpur frá helstu útivistarmerkjum Íslands.

Úlpan er hlý og góð með regn- og vatnshelda skel yfir sér svo hún þolir rigningu jafnt sem snjóstorm.

Hér er hugsað um öll tæknileg atriði þegar kemur að skíðamennsku eða útivist.

Hár kragi, fóðraður að innan, áföst hetta og belti fylgir með sem þú getur tekið af.

Innan í ermunum er teygjanlegt stroff með þumlagati.

Innan í jakkanum er svo auka vasi og snjóþrúgustroff.

Framan á úlpunni eru svo tveir vasar að framan og auka vasi að innan. 

Regn og vatnsheldur upp að 8.000 mm. Góð öndun er í efninu og rennilás undir handakrikanum til að opna enn meira fyrir öndun.

Efnið er 52% Polyester (Recycled), 48% Polyester og síddin mælist um 78 cm.