Opið alla daga til jóla í verslun okkar á 2.hæð í Holtagörðum
Vandaður Blazer jakki frá Skopes, en Skopes er breskt merki sem sérhæfir sig í gæða jakkafötum.
Þar er mikið lagt upp með góð snið og vönduð efni ásamt öðruvísi stíl sem minnir svolítið á Peaky blinders þættina.
Louis Blazer jakkinn er í grágrænum lit með köflóttu mynstri.
Fóðrið innan á jakkanum er í skemmtilegu mynstri og gefur jakkanum mikinn karakter.
Efnið í jakkanum er góð blanda og gefur jakkinn aðeins eftir.
90% Polyester 9% Viscose 1% Elastane
Jakkinn lokast með tveimur tölum og svo eru þrír vasar að framan og tveir vasar að innan.
Flottur jakki til að dressa upp gallabuxurnar eða Chino buxur.
Jakkinn kemur bæði í Short og Regular lengd - sjá nánari upplýsingar á mynd.