ATH! vegna fjölda pantana getur orðið seinkun á afhendingu
Nýtt merki í Curvy - Nike í stærðum 42-56!
Fast leggings frá Nike eru góðar fyrir ræktina þegar þú vilt vera í leggings sem eru "squat proof " og sést ekkert í gegnum.
Háar upp í mittið með aðhaldi fyrir magann og reim í mittinu svo þessar tolla á sínum stað í gegnum alla æfinguna.
Tveir vasar á hliðunum og líka renndur lokaður vasi fyrir símann eða aðra smáhluti.
Stórt Nike logo á annari skálminni.
Dri-Fit efniðdregur í sig raka og heldur þér ferskri lengur svo þú getur einbeitt þér að halda áfram!
68% nylon og 32% elastane - Efni sem faðmar líkamann og hreyfist vel með þér.
Skálmalengdin er í 7/8 sídd eða 70 cm mælt frá klofsaum.
Miðað við Nike Plus stærðir þá er:
42 = L
44-46 = XL
46-48 = 1X
50-52 = 2X
54-56 = 3X