Alltaf í Aðhaldi ?

01.11.2019

ÉG elska aðhaldstoppinn minn!!! Er búin að kaupa mér nokkra hér og það og að sjálfsögðu finnst mér topparnir í Curvy lang bestir!!

 

... Þetta kannski grennir mann ekkert brjálæðslega en það sem er svo yndislegt við þá að þeir slétta úr manni og halda ástarhandföngunum inni þegar maður er kannski að pæjast í gallabuxum. Svo eru þeir líka svo rosalega þægilegir! Engar spangir eða drasl sem á að halda þessu inni sem er svo bara að stingast inní mann... búin að gefast upp á nokkrum solleiðis.

ÉG er nefnilega ein af þeim sem neita að fara í þessar sokkabuxur sem eiga að halda öllu inni... allt þetta sem fór inn... leitar bara uppfyrir .. haha.. En svo er náttla margt annað í boði eins og buxur sem ná allaleið upp undir brjóst , hef heyrt góðar sögur af því. Undiraðhaldskjólar, Aðhaldsleggings eru líka snilld, maður getur notað þær eins og venjulegar leggings nema að þær halda þétt utan um leggina og þar að leiðandi slétta aðeins úr appelsínu-húðinni.. hehe alltaf er það eitthvað, en þess vegna er maður einmitt á höttunum eftir þessum aðhaldsfötum. Svo er alltaf eitthvað nýtt að koma á markaðinn. Maður á svo er ekkert að vera feimin við að nota þetta því stórstjörnurnar nota þetta óspart:

Hér er hin glæsilega Beyonce Knowles  í brjáluðum snúning og rétt sést í aðhaldsbuxurnar hennar innanundir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér fyrir neðan er gott video þar sem stýlisti er að ráðleggja með aðhaldsfatnað.

Fylgdu okkur á instagram @curvy.is