Curvy hefur flutt verslun sína í Hreyfilshúsið

15.02.2019

1 febrúar síðastliðinn flutti Curvy verslun sína yfir í Hreyfilshúsið við Grensásveg. Þar hefur úrvalið stóraukist og bjóðum við nú uppá wide fit skó eða skó með meiri vídd yfir fót og kálfa. Einnig höfum við bætt við okkur undirfötum.

Undirfötin eru frá merkjunum Glamorise og Plaisir sem eru  mjög vönduð og hugsað er út í öll smáatriði til að auka þægindi.

Að sjálfsögðu erum við með öll hin æðislegu merkin okkar líka eins og ZIZZI, Junarose, Cassiopeia og svo fullt fullt fleiri frábær merki.

Curvy Girl er svo ný viðbót hjá okkur, en Curvy Girl línan er fersk trend-lína frá L.A. og NEW YORK - Töff og höfðar mest stelpna á aldrinum 16-25 ára ... eða bara fyrir þær sem fíla líka "edgy cool look" .

Við tökum vel á móti þér í nýju Curvy búðinni  - Fellsmúla 26 - Hreyfilshúsið við Grensásveg

 

Fylgdu okkur á instagram @curvy.is