Epli - Eitt algengasta vaxtarlag íslenskra kvenna

19.11.2018

Vaxtalag er eitt af því sem við konur erum alltaf með á heilanum.  Útlitssérfræðingar hafa flokkað og greint þessi helstu vaxtalög kvenna í þeim tilgangi að hjálpa þeim að finna hvaða snið hentar þeim best.

Til þess að finna út hvaða vaxtarlag þú flokkast líklegst undir þá geturu mælt þig og notað reiknivélina á síðunni hér >> http://www.calculator.net/body-type-calculator.html

Ég ætla aðeins að skrifa um „Eplavaxtalagið“ sem er eitt algengasta vaxtarlag íslenskra kvenna. - En það má segja að með aldrinum þá færast margar konur inní þetta vaxtarlag. Bæði Sporösku og Tígulvaxtalagið fellur undir þetta svokallaða Eplavaxtalag og lýsir sér sona:

Sporösku vaxtalag:

 • Lítil eða engin mittislína
 • Grannir handleggir miðað við búk.
 • Neðri-magi er stærri en efri-magi
 • Algengt að þær sem eru með sporöskjuvaxtalag séu með „love handles“
 • Breiðar Mjaðmir
 • Þykk læri
 • Rass getur bæði verið stór eða flatur

 sporoskulaga.jpg

 

Tígulvaxtalagið :

 • Lítil eða engin mittislína
 • Stór efri-magi
 • Þær sem eru með tígulvaxtalagið geta verið með „Love handles“
 • Útlimir grannir miðað við búk
 • Rass getur bæði verið stór eða flatur

digullaga.jpg

Og hvernig á svo að klæða sig ef maður flokkast undir Eplavaxtalagið ? Til að blekkja augað eiga konur með eplavaxtalagið að undirstrika þríhyrnings vaxtalagið með því að draga athyglina upp að öxlum og andliti.


Hverju áttu að klæðast?

 • Eyrnalokkar, Hálsmen sem eru áberandi leiða augun upp og draga athyglinni að öxlum og andliti.
 • Föt sem eru ekki mjög aðsniðin heldur lyggja aðeins laust á líkamanum
 • Jakkar með axlarpúðum geta virkað vel.
 • Mikilvægt er að vera í brjóstarhalda sem passar rétt og heldur brjóstunum uppi
 • Aðhaldstoppurinn er náttúrulega ómissandi og eða aðhaldsnærbuxurnar
 • Efri og neðripartur í samalit -  eða einlitur kjóll
 • Flegið hálsmál
 • Toppar og kjólar sem falla í A-sniðs út frá mitti eða brjóstsaum.
 • Beinar buxur við toppa eða leggingsbuxur við túnikur og kjóla
 • Buxur sem eru með teygju í mittinu geta hentað betur - þá getur maður stundum komist upp með að taka þær númeri minni og passa þær betur um legginga. - Passa bara að þær séu vel háar upp svo þær fari ekki að síga niður.
 • Pils sem eru frekar bein í sniðinu
 • "LAYERING" virkar alltaf - sem þýðir að skella annari flík yfir eins og gollu eða jakka yfir kjól/topp  og hafa flíkina opna yfir myndar lóðrétta línu að framan sem að lengir línuna og/eða  klæðir af manni.
 • Leiktu þér með litasamsettningar en ekki bara svart og svart - litir hjálpa okkur að fegra - klæða af og létta lund ;)


Hvað á að forðast:

 • Mjög aðsniðnum og þröngum fötum
 • Föt sem eru með mjög stóru munstri - smá munstur fara mun betur
 • Rúllukraga eða háu hálsmáli
 • Ekki nota belti það dregur athyglinni að maganum
 • Ekki girða bolinn ofan í buxurnar eða pilsið
 • Föt með fellingum eð plíseringu við mitti/maga svæði
 • Víðar buxur ef þú ert með granna leggi - ekki fela það besta ;)

 

Sjáðu nokkrar tilögur hér fyrir neðan .... en svo er miklu meira í boði í verslun og netverslun curvy.is ;)

Aðhaldsfatnaður af öllum stærðum og gerðum

Fylgdu okkur á instagram @curvy.is