10 Hlutir sem þú ættir að hafa með þér í Sumarfríið

30.03.2018

Sumarfríin standa nú sem hæst og ég hef á tilfininguna að margir ætli að skella sér út á sólarströnd þetta árið ! Ekki vitlaus hugmynd þar sem ferðaskrifstofur bjóða nú uppá ótrúleg tilboð á síðustu stundu í sólina!!

 

Svo þegar kemru að því að pakka niður þá eru þessir hlutir alveg ómissandi að mínu mati ;)

#1 Hjólabuxur!!!

Ég veit ekki hversu miklar þjáningar ég hef farið í gegnum þangað til ég uppgötvaði hjólabuxurnar. Nuddsár milli læranna heyra sögunni til eftir að ég kynnstist hjólabuxunum. Líka smekklegt ef að vindkviða kæmi nú og lyfti pilsinu upp ;)

- kvart-leggings gera líka sitt gagn en þá fær maður kannski ekki mikla brúnku fyrir ofan hné.

#2 tvenn sundföt!!

Jebb ég sagði 2 stk af sundfötum. Þetta er það sem maður er í meira og minna og því gaman að geta skipt á milli tveggja mismunandi sniða til að jafna út brúnku farið. Persónulega mundi ég velja Tankini eða Bikini ( Tvískipt sett ) og svo taka með mér einn sundbol eða sundkjól. Sundkjólarnir eru einmitt sniðugir þega á að skella sér á ströndina eða þar sem maður er mikið á ferðinni. Curvy er líka að selja sundpils sem mér finnst rosalega sniðugt og flott fyrir ströndina.

#3 Sumarkjólar

Taktu með þér nokkra létta kjóla. Bæði til að vera í yfir daginn, eitthvað laust og þægilegt sem er gott að henda yfir sundfötin. Og svo fínni þegar maður ætlar út að borða á kvöldin. Uppáhalds efnið mitt er það sem ég kalla kalt efni ( polyester og elastine - blanda sem að krumpast ekki ) og silki-kent siffon efni.

#4 Kimono

Sniðugt til að henda yfir sig þegar maður röltir niður á strönd. Þau skýla manni líka frá sólinni svo maður brennur ekki á öxlunum.  Þunnt og létt til að poppa upp dressið eða fyrir þær sem vilja hylja handleggina - en fyrst og fremst bara ótrúlega flott!!

# 5 Hlýrabolir

Í kuldanum á Íslandi á maður einhvernvegin erfitt með að ímynda sér hversu heitt getur vetið þarna úti! Hérna heima erum við vanar að vera í síðum ermum og helst hylja allt en svo þarna úti hættir þetta að skipta máli... manni er bara svo djöfulli heitt!! Ekk klikka á því að hafa með þér nokkra hlýraboli og ermalausa toppa. Öllum er sama um bingóið ;)

#6 Kvartbuxur eða kvart leggings

Á kvöldin fer hitinn að vera skaplegri. Þá fara kvartbuxur og kvartleggings að vera góður kostur ef maður vill breyta til og vera í öðru en kjól. Hlýrabolir, léttir toppar eða mussur eru flottar við.

#7 Léttir toppar, mussur eða víðar túnikur

Víð föt eru ekki alltaf þau klæðilegustu.. en í hita þá er svo gott að vera í lausum og víðum mussum eða túnikum.  Loftið leikur um mann og maður svitnar minna.

#8 Stuttbuxur eða pils

Gott að hafa allaveganna eitt stk af stuttuxum eða pilsi með í ferðinni til skiptana . Svo geturu líka notað pilsið eins og kjól með því að girða topp ofaní pilsið ( jafnvel setja belti við samskeytin ) og þá geturu búið til nýtt dress úr tveimur mismunandi.

#9 Þægilegir skór!

Þetta er gríðalega mikilvægt því fæturnir eru þeir sem þurfa að bera mann. Taktu með þér uppáhalds skóna þína sem þú veist að meiða þig ekki. Flottir sportskór eru einmitt núna mikið í tísku og ekki væri vitlaust að taka eitt par af þeim með sér út ( gæti verið of heitt til lengri tíma ). Svo má ekki gleyma spariskónum ef maður ætlar á diskótek ;) ** Muna bara að pakka niður fótakremi og hælsærisplástrum.

#10 LITIR!!!

Ekki gleyma því að þú ert að fara í sólina og svart stendur uppúr. Ég gleymi því ekki þegar ég gekk í gegnum svarta tímabilið mitt og átti ekkert annað, skellti mér til spánar þar sem allir eru í brjáluðum litum, mustrum og ég sú eina í svörtu frá A-Ö. Mér fannst ég standa út og upplifði mig sem svörtu fitubollun :) .. hehe...  ég fór strax daginn eftir og keypti mér nokkra litaða hlýraboli.